Jöfn tækifæri

Fjölgum hlutastörfum!

Þjónusta við fyrirtæki

  • Vinnumiðlun

    Vinnumálastofnun býður upp á ráðgjöf og vinnumiðlun fyrir öryrkja og þá einstaklinga sem búa við skerta starfsgetu.


    Sérhæfð ráðgjöf og stuðningur við atvinnuleitina.


    Atvinna með stuðningi sem felur í sér aðstoð við atvinnuleitina, stuðning og eftirfylgni á vinnustað.


  • Ráðgjöf

    Ráðgjöf við að rýna atvinnutækifæri á vinnustað.


    Ráðgjafar Vinnumálastofnunar aðstoða við að skilgreina verkefni og störf eftir atvikum sem og að veita leiðbeiningar með í hverju aðlögun á vinnustað þarf að vera falin.


  • Fræðsla

    Fræðsla um viðeigandi aðlögun á vinnustað veitir upplýsingar um í hverju það felst að huga að aðlögun fyrir starfsmann með skerta starfsgetu.


    Hentugt fyrir allt starfsfólk.

Fjárhagslegur ávinningur

  • Full örorka

    Vinnusamningur öryrkja


    Með vinnusamningi öryrkja fær atvinnurekandi 75% endurgreiðslu af upphæð launa og launatengdra gjalda, sem síðan lækkar um 10% eftir fyrstu tvö árin og endar í 25%. 

    Lesa nánar
  • Hlutaörorka

    Virknisamningur


    Með virknisamningi fær atvinnurekandi styrk (í 12-18 mánuði) sem nemur fjárhæð grunnatvinnuleysisbóta í samræmi við starfshlutfall viðkomandi starfsmanns. Ásamt því fær hann 11,5% mótframlag í lífeyrissjóð. 

    Lesa nánar

Hvað er Unndís?

Unndís er samstarfsverkefni um fjölgun hlutastarfa og verkfæri sem styður við inngildandi vinnustaðamenningu með teknu tilliti til fólks með skerta starfsgetu.


Unndís aðstoðar vinnustaði við að taka með opnum örmum á móti fólki með mismikla starfsgetu og skapa vinnustaði þar sem allir geta notið sín.


Vinnumálastofnun og ÖBÍ réttindasamtök    hafa tekið höndum saman með það að markmið að fjölga hlutastörfum jafnt hjá hinu opinbera sem og á almennum vinnumarkaði.


Ráðning í hlutastörf


Unndís byggir á aðferð sem Sameinuðu þjóðirnar hafa þróað og kallast UNDIS (The United Nations Disability Inclusion Strategy)  – stefna um inngildingu fatlaðs fólks.


Hér á Íslandi hafa ÖBÍ réttindasamtök  og Vinnumálastofnun   tekið þessa aðferð og lagað hana að íslenskum aðstæðum.


Markmiðið með Unndísi er að styðja við vinnustaði sem vilja vera opnir, sanngjarnir og fjölbreyttir. Til þess er notað einfalt verkfæri með matskerfi sem hjálpar stjórnendum að greina tækifærin – og gera ráðningar að góðri og raunhæfri lausn fyrir öll.