Um Unndísi

(UNDIS - United Nations Disability Inclusion Strategy).


Unndís er verkfæri/leiðarvísir með innbyggðu matskerfi sem styður við innleiðingu á inngildandi vinnustaðamenningu  að teknu tilliti til fólks með skerta starfsgetu og á sér fyrirmynd hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna

Breytingar sem áttu sér stað 1. september 2025 á örorkulífeyriskerfinu fela í sér nýja hugsun sem ætlað er að leiði af sér meiri hvata til atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu.


Aukin atvinnuþátttaka þessa hóps kallar á fjölgun hlutastarfa á vinnumarkaði.


Með tilkomu breytinganna á örorkulífeyriskerfinu er gert ráð fyrir því að fleira fólk, sem býr yfir sérfræðiþekkingu en hefur vegna slysa eða sjúkdóma horfið af vinnumarkaði og misst hluta af starfsgetu sinni, leiti aftur út á vinnumarkaðinn.

Til þess að mæta þeim breytingum er brýnt að fjölga hlutastörfum á vinnumarkaði.


Markmið Unndísar er að styðja með afgerandi hætti við fyrirtæki með ráðgjöf, fræðslu og eftirfylgd svo fjölgun hlutastarfa verði að veruleika.


Vinnumálastofnun hefur verið falið að leiða Unndísi með það að markmiði að ná til sem flestra fyrirtækja og stofnana ríkis og sveitarfélaga.

Þátttaka fyrirtækja

Framkvæmd stöðumats með matskvarða Unndísar á öllum þáttum vinnustaðar sem styðja við atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu.


  • Rýni jafnréttisáætlunar með tilliti til inngildingar.


  • Rýni á tækifæri vinnustaðar til fjölgunar hlutastarfa.


  • Gerð aðgerðaáætlunar sem miðar að ráðningum í hlutastörf.


  • Endurmat með reglubundnum hætti.

Stuðningur Vinnumálastofnunar

Mat á stöðu inngildingar vinnustaðarins með matstæki Unndísar.


Ráðgjöf við að rýna tækifæri til hlutastarfa innan stofnunarinnar eða fyrirtækisins.


Fræðslu um viðeigandi aðlögun á vinnustað.

Stuðning við ráðningu í störf og eftir atvikum eftirfylgd með ráðningu.


Stuðning við gerð tímaáætlunar og aðgerðaplans innleiðingar.


Mat á stefnu og árangri innleiðingar. (Inngilding fólks með mismikla starfsgetu skrifuð inn í jafnaréttisstefnu).


Endurgjöf og aðstoð við að ná betri árangri þar sem það á við.