Fjárhagslegur ávinningur fyrirtækja

Vinnusamningur öryrkja

Með vinnusamningi öryrkja fær atvinnurekandi 75% endurgreiðslu af launum og launatengdum gjöldum fyrstu tvö árin. Eftir það lækkar endurgreiðslan um 10% árlega þar til hún nemur 25%.


Vinnumálastofnun er heimilt að greiða styrk til handa hlutaðeigandi atvinnurekanda sem nemur 75% af föstum launum atvinnuleitanda í hlutfalli við starfshlutfall viðkomandi auk 11,5% mótframlags af styrkfjárhæð í lífeyrissjóð.


Fjárhæð styrks skal þó aldrei vera hærri en sem nemur hámarksfjárhæð tekjutengdra atvinnuleysisbóta skv. 6. mgr. 32. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Heimilt er að greiða styrk skv. 2. mgr. fyrstu tvö ár atvinnuleitanda í starfi. Að þeim tíma liðnum lækkar hlutfall styrksins um 10% með 12 mánaða millibili þar til 25% lágmarksendurgreiðsluhlutfalli er náð.


Vinnumálastofnun er þó heimilt að miða tímabundið við 50% lágmarksendurgreiðsluhlutfall ef geta atvinnuleitanda til virkni á vinnumarkaði hefur að mati ráðgjafa Vinnumálastofnunar minnkað á gildistíma samnings. 

Virknisamningur

Vinnumálastofnun er heimilt að greiða styrk til handa hlutaðeigandi atvinnurekanda sem nemur fjárhæð grunnatvinnuleysisbóta samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar í hlutfalli við starfshlutfall viðkomandi atvinnuleitanda auk 11,5% mótframlags af styrkfjárhæð í lífeyrissjóð í allt að 12 mánuði.


Heimilt er að framlengja samning skv. 2. mgr. ef nauðsynlegt er að veita atvinnuleitanda lengri tíma til þjálfunar að mati ráðgjafa Vinnumálastofnunar og er þá einungis heimilt að framlengja gildistíma samnings um sex mánuði að hámarki.


Verkfæri og stuðningur Unndísar við ráðningar fólks með skerta starfsgetu

Matskerfi fyrir inngildingu

Einfallt verkfæri sem hjálpar stjórnendum að greina tækifæri og bæta aðgengi á vinnustaðnum.

Leiðsögn og þjálfun

Stuðningur við stjórnendur og starfsmenn til að skapa opið og sanngjarnt vinnuumhverfi.

Stuðningur við ráðningar

Ráðgjöf við að ráða fólk með skerta starfsgetu með raunhæfum og árangursríkum hætti.

Fjárhagslegir hvatar

Upplýsingar um endurgreiðslur og styrki sem auðvelda inngildingu og ráðningar.

Framhald og þróun

Verkfæri til að fylgjast með og þróa vinnustaðamenningu til lengri tíma.

Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar